Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 14. apríl 2019 15:19
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía: Sampdoria vann Vitaslaginn
Markahæstur í Serie A með 22 mörk og 8 stoðsendingar. 36 ára gamall.
Markahæstur í Serie A með 22 mörk og 8 stoðsendingar. 36 ára gamall.
Mynd: Getty Images
Fjórum fyrstu leikjum dagsins er lokið í ítalska boltanum og hafði Sampdoria betur gegn Genoa í Vitaslagnum svokallaða í Genúa.

Gregoire Defrel og Fabio Quagliarella skoruðu mörkin í 2-0 sigri. Quagliarella skoraði úr vítaspyrnu sem var gefin eftir að Davide Biraschi handlék knöttinn innan vítateigs. Biraschi fékk einnig rautt spjald sem verður að teljast frekar ódýrt þrátt fyrir notkun VAR myndbandsdómgæslu.

Simone Zaza skoraði og fékk rautt spjald er Torino gerði jafntefli við Cagliari, sem lauk leiknum með níu leikmenn eftir tvö rauð spjöld á lokakaflanum.

Sassuolo gerði þá markalaust jafntefli við Parma á meðan Fiorentina og Bologna skildu einnig jöfn, 0-0.

Fiorentina 0 - 0 Bologna

Torino 1 - 1 Cagliari
1-0 Simone Zaza ('52 )
1-1 Leonardo Pavoletti ('75 )
Rautt spjald: Simone Zaza, Torino ('73)
Rautt spjald: Luca Pellegrini, Cagliari ('82) +
Rautt spjald: Nicolo Barella, Cagliari ('90)

Sampdoria 2 - 0 Genoa
1-0 Gregoire Defrel ('3 )
2-0 Fabio Quagliarella ('53 , víti)
Rautt spjald:Davide Biraschi, Genoa ('51)

Sassuolo 0 - 0 Parma
0-0 Fabio Ceravolo ('40 , Misnotað víti)
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 32 26 5 1 77 17 +60 83
2 Milan 32 21 6 5 63 37 +26 69
3 Juventus 32 18 9 5 45 24 +21 63
4 Bologna 32 16 11 5 45 25 +20 59
5 Roma 31 16 7 8 56 35 +21 55
6 Atalanta 31 15 6 10 57 36 +21 51
7 Napoli 32 13 10 9 50 40 +10 49
8 Lazio 32 15 4 13 41 35 +6 49
9 Torino 32 11 12 9 31 29 +2 45
10 Fiorentina 31 12 8 11 43 36 +7 44
11 Monza 32 11 10 11 34 41 -7 43
12 Genoa 32 9 12 11 35 39 -4 39
13 Lecce 32 7 11 14 27 48 -21 32
14 Cagliari 32 7 10 15 34 54 -20 31
15 Verona 32 6 10 16 30 44 -14 28
16 Udinese 31 4 16 11 30 47 -17 28
17 Empoli 32 7 7 18 25 48 -23 28
18 Frosinone 32 6 9 17 40 63 -23 27
19 Sassuolo 32 6 8 18 39 62 -23 26
20 Salernitana 32 2 9 21 26 68 -42 15
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner