Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 14. apríl 2019 18:23
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Norðurlöndin: Aron skoraði aftur - Arnór spilaði í sigri
Aron Sigurðarson.
Aron Sigurðarson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnór Ingvi Traustason.
Arnór Ingvi Traustason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Sigurðarson skoraði annan leikinn í röð þegar Start vann 2-1 sigur á Raufoss í norsku B-deildinni í dag.

Aron skoraði fyrsta mark leiksins. Start komst í 2-0 áður en Raufoss minnkaði muninn. Þetta gerðist allt á síðustu 20 mínútum leiksins. Lokatölur voru 2-1 og er Start með sex stig í fjórða sæti.

Jóhannes Þór Harðarson stýrir Start til bráðabirgða.

Hin Íslendingaliðin í norsku B-deildinni, Sandefjord og Álasund mættust í gær og gerðu 1-1 jafntefli. Viðar Ari Jónsson lék 68 mínútur fyrir Sandefjord og hjá Álasundi spiluðu Aron Elís Þrándarson, Daníel Leó Grétarsson og Hólmbert Aron Friðjónsson. Emil Pálsson (Sandefjord) og Davíð Kristján Ólafsson (Álasundi) léku ekki með.

Liðin eru í öðru og þriðja sæti, bæði með sjö stig.

Oliver kom ekki við sögu í sigri á Molde
Í deild þeirra bestu í Noregi vann Bodo/Glimt flottan sigur gegn fyrrum lærisveinum Ole Gunnar Solskjær í Molde. Leikurinn endaði 3-2 eftir að Bodo/Glimt hafði komist 3-0 yfir.

Oliver Sigurjónsson sat allan tímann á varamannbekknum hjá Bodo/Glimt sem er í öðru sæti með fullt hús stiga úr þremur leikjum. Molde er í þriðja sæti.

Arnór Smárason var þá ekki í hóp hjá Lilleström sem tapaði 1-0 á útivelli gegn Sarpsborg. Lilleström er í níunda sæti með fjögur stig eftir þrjá leiki.

Arnór lék nánast allan leikinn í sigri
Í Svíþjóð lék Arnór Ingvi Traustason nánast allan leikinn þegar Malmö vann 2-0 sigur á Östersund. Arnór Ingvi var tekinn af velli á 85. mínútu þegar sigurinn var í höfn.

Malmö er í sjöunda sæti með fjögur stig eftir þrjá leiki.

Kolbeinn Sigþórsson var ekki í leikmannahópi AIK sem vann 2-1 sigur á Sirius. Kolbeinn er að vinna í því að koma sér í stand, en hann er nýgenginn í raðir AIK.

AIK er ríkjandi sænskur meistari. Liðið er í þriðja sæti með fimm stig eftir þrjá leiki.
Athugasemdir
banner
banner