Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   sun 14. apríl 2019 20:06
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Noregur: Matthías lagði upp - Samúel á toppnum
Matthías lagði upp. Hans fyrrum félagar í Rosenborg fara ekki vel af stað.
Matthías lagði upp. Hans fyrrum félagar í Rosenborg fara ekki vel af stað.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Matthías Vilhjálmsson lagði upp mark er Vålerenga vann 4-1 sigur á Tromsö í norsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Matthías lagði upp síðasta markið í leiknum fyrir Herolind Shala. Matthías spilaði allan leikinn fyrir Vålerenga, en hann gekk í raðir liðsins frá Rosenborg eftir síðustu leiktíð.

Vålerenga fer upp í fimmta sæti deildarinnar með sigrinum. Liðið er með sex stig eftir fjóra leiki.

Það er athyglisvert að líta á stigatöfluna í Noregi eftir helgina. Á toppnum eru Samúel Kári Friðjónsson og félagar í Viking sem unnu 2-1 sigur á Brann í gær. Samúel Kári spilaði 82 mínútur í leiknum.

Axel Óskar Andrésson er einnig á mála hjá Viking en hann er að glíma við meiðsli.

Í öðru sæti er Bodo/Glimt með níu stig eins og Viking. Bæði Bodo/Glimt og Viking hafa spilað þrjá leiki. Oliver Sigurjónsson er á mála hjá Bodo/Glimt.

Það sem er kannski athyglisverðast samt er að Rosenborg, meistarar síðustu fjögurra ára, eru í næst neðsta sæti með aðeins eitt stig eftir þrjá leiki.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner