Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   sun 14. apríl 2019 10:20
Ívan Guðjón Baldursson
Pogba verður boðið fyrirliðabandið
Powerade
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Slúðrið er klárt á þessum frábæra fótboltasunnudegi.

Ole Gunnar Solskjær mun fá 200 milljónir punda til að nota í sumarglugganum. (Express)

Paul Pogba, 26, verður boðið fyrirliðabandið hjá Man Utd í tilraun til að halda honum frá Real Madrid. (Mirror)

Man Utd mun berjast við Man City um hægri bakvörðinn Aaron Wan-Bissaka, 21 árs leikmann Crystal Palace sem er metinn á 40 milljónir punda. (Daily Mail)

Man Utd er reiðubúið til að þrefalda laun Christian Eriksen, 27, ef hann ákveður að yfirgefa Tottenham. (Mirror)

Rauðu djöflarnir vilja einnig fá Kalidou Koulibaly, 27 ára miðvörð Napoli sem er metinn á 110 milljónir. (Express)

Inter hefur áhuga á svissneskum miðjumanni Arsenal, hinum 26 ára gamla Granit Xhaka. (Express)

Barcelona er að íhuga að bjóða 60 milljónir í Willian, þrítugan kantmann Chelsea. Enska félagið hafnaði 55 milljónum frá Barca fyrr á tímabilinu. (Telegraph)

Tottenham er að fylgjast með Maxi Gomez, 22 ára framherja Celta Vigo. Söluákvæðið í samningi hans hljóðar uppá 43 milljónir. (Daily Mail)

Juventus mun selja Paulo Dybala, 25, og fleiri leikmenn til að fjármagna kaup á Joao Felix, 19 ára framherja Benfica. (Tuttosport)

Benfica hafnaði 65 milljónum frá Juve í síðustu viku. (O Jogo)

Toby Alderweireld, 30, gæti verið á leið til Arsenal fyrir 25 milljónir. (Sun)

Mauro Icardi, 26, má yfirgefa Inter fyrir 52 milljónir. (AS)

Roman Abramovich eigandi Chelsea hefur rætt við þrjá aðila um kaup á félaginu. Fjárfestahópar frá Asíu og Bandaríkjunum hafa áhuga auk Jim Ratcliffe, sem er ríkasti maður Bretlands. (Daily Mail)

Cesc Fabregas, 31, segist hafa yfirgefið Chelsea vegna sambands Maurizio Sarri og Jorginho. Fabregas fékk lítinn sem engan spiltíma og er nú hjá Mónakó. (Mirror)

Real Madrid og Barcelona eru að berjast um Takefusa Kubo, 17 ára miðjumann FC Tokyo. (Marca)

Brendan Rodgers ætlar að fá Daniel Sturridge, 29, til Leicester á frjálsri sölu. Sturridge gerði góða hluti hjá Liverpool þegar Rodgers var við stjórn. (Sun)

Bruno Genesio, þjálfari Lyon, mun yfirgefa félagið í sumar. (RMC Sport)

Matt Miazga, 23, gæti yfirgefið Chelsea í sumar. Hann er sem stendur á láni hjá Reading. (Reading Chronicle)
Athugasemdir
banner
banner
banner