Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   sun 14. apríl 2019 20:18
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Rússland: Rostov ætlar sér í Evrópudeildina
Ragnar lék allan leikinn.
Ragnar lék allan leikinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rostov vann flottan sigur á Spartak Moskvu í rússnesku úrvalsdeildinni í dag.

Leikurinn endaði 2-1. Eldor Shomurodov skoraði sigurmarkið þegar um 10 mínútur voru til leiksloka.

Landsliðsmennirnir Ragnar Sigurðsson og Björn Bergmann Sigurðarson eru á mála hjá Rostov. Ragnar lék allan leikinn í vörninni en Björn kom inn á sem varamaður á 78. mínútu, stuttu fyrir sigurmarkið.

Rostov er í sjötta sæti, einu stigi frá Spartak Moskvu. Fimmta sætið gefur þáttökurétt í Evrópudeildinni. Ef liðið sem vinnur bikarkeppnina verður í efstu fimm sætunum þá kemst liðið í sjötta sæti einnig í Evrópudeildina. Rostov er því í finum möguleika. Þess ber að geta að liðið er í undanúrslitum bikarkeppninnar.

Þetta er annað tap Spartak Moskvu í röð. Um síðustu helgi fékk liðið að kynnast Arnóri Sigurðssyni.

Jón Guðni FJóluson sat allan tímann á bekknum hjá Krasnodar í 1-1 jafntefli gegn Dinamo Moskvu. Jón Guðni fær lítið sem ekkert að spila hjá Krasnodar, sem er í þriðja sæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner