Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 14. apríl 2019 21:04
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Salah segir að það verði nóg fyrir Liverpool að vinna restina
Mynd: Getty Images
Mohamed Salah var maður leiksins þegar Liverpool vann Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í dag. Salah skoraði mjög fallegt mark í leiknum.

Liverpool er núna með tveggja stiga forystu á toppi deildarinnar eftir sigurinn. City á þó leik til góða. Það er mikil spenna framundan.

Salah telur að Liverpool verði meistari ef liðið vinnur síðustu fjóra leiki sína.

„Að mínu mati, já," sagði Salah aðspurður að því hvort það yrði nóg fyrir Liverpool að vinna alla síðustu deildarleiki sína.

„Við þurfum bara að einbeita okkur að okkur og vona að City tapi stigum."

Um markið sitt í dag sagði Salah:

„Vanalega eru skotin mín innanfótar en núna hugsaði ég bara um kraftinn. Ég var heppinn að hitta hann svona."

Salah er markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar ásamt Sergio Aguero. Þeir hafa báðir skorað 19 mörk.
Athugasemdir
banner
banner