Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   sun 14. apríl 2019 23:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sky: Man Utd, Arsenal og Chelsea hafa áhuga á Mitchell
Mitchell þegar hann var hjá MK Dons. Þar fékk hann sitt fyrsta starf eftir að hann lagði skóna á hilluna.
Mitchell þegar hann var hjá MK Dons. Þar fékk hann sitt fyrsta starf eftir að hann lagði skóna á hilluna.
Mynd: Google
Paul Mitchell, yfirmaður leikmanna- og þróunarmála hjá RB Leipzig í Þýskalandi, er sagður eftirsóttur fyrir sumarið.

Sky Sports segir að Manchester United, Arsenal og Chelsea hafi öll áhuga á honum, en þessi félög ætla sér að ráða yfirmann knattspyrnumála.

Talið er að Leipzig hafi boðið honum nýjan samning til 2025, en núgilandi samningur hans rennur út 2020. Hann segist ætla að taka ákvörðun í sumar.

„Ég kann vel við starfið mitt og það er komið vel fram við mig. Það verður klárlega tekin ákvörðun í sumar," sagði hann við Bild.

Julian Nagelsmann, núverandi stjóri Hoffenheim, tekur við Leipzig í sumar. Hann er sagður spenntur fyrir því að vinna með Mitchell.

Mitchell er 37 ára gamall. Sem leikmaður spilaði hann mest með MK Dons og Wigan. Hann hætti að spila fótbolta aðeins 27 ára vegna meiðsla.

Hann hefur skapað sér nafn eftir að skórnir fóru upp á hillu í hlutverki yfirmanns knattspyrnumála. Hann hefur starfað fyrir MK Dons, Southampton, Tottenham og núna síðast RB Leipzig.
Athugasemdir
banner
banner