Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   sun 14. apríl 2019 20:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spánn: Valencia og Villarreal með flotta sigra
Santi Mina skoraði tvennu.
Santi Mina skoraði tvennu.
Mynd: Getty Images
Valencia vann flottan sigur á Levante á heimavelli í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Santi Mina skoraði tvennu og Portúgalinn Goncalo Guedes var með eitt í 3-1 sigri Valencia, sem er í sjötta sæti deildarinnar. Það sæti veitir þáttökurétt í Evrópudeildinni. Valencia á enn möguleika á Meistaradeildarsæti þar sem liðið er aðeins þremur stigum á eftir Sevilla, liðinu í fjórða sæti.

Levante er í 16. sæti, tveimur stigum frá fallsæti.

Villarreal vann þá góðan sigur á Katalóníu gegn Girona. Samuel Chimerenka Chukweze skoraði eina mark leiksins fyrir Villarreal.

Villarreal er í 15. sæti og Girona í 14. sæti. Girona er í þremur stigum frá fallsæti og Villarreal tveimur stigum. Baráttan er mjög hörð.

Girona 0 - 1 Villarreal
0-1 Samuel Chimerenka Chukweze ('7 )

Valencia 3 - 1 Levante
1-0 Santi Mina ('2 )
1-1 Carlos Soler ('56 , sjálfsmark)
2-1 Goncalo Guedes ('57 )
3-1 Santi Mina ('63 )

Sjá einnig:
Önnur úrslit dagsins í spænsku úrvalsdeildinni
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner