Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 14. apríl 2019 16:06
Ívan Guðjón Baldursson
Svíþjóð: Íslendingaliðin byrja vel - Tvö íslensk mörk
Mynd: .
Það vantaði ekki Íslendingana í fyrstu umferð efstu deildar sænska kvennaboltans og komust tveir þeirra á blað.

Svava Rós Guðmundsdóttir og Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir skoruðu báðar í stórsigri Kristianstad gegn Bunkeflo og var Sif Atladóttir einnig í byrjunarliðinu.

Þórdís Hrönn byrjaði á bekknum en Elísabet Gunnarsdóttir skipti henni inn í hálfleik. Þá kom Andrea Thorisson inn í lið Bunkeflo í síðari hálfleik en tókst ekki að skora.

Glódís Perla Viggósdóttir lék allan leikinn í 0-1 sigri Rosengård sem er með sterkari liðum deildarinnar. Glódís var lykilmaður í liðinu í fyrra og endaði í þriðja sæti deildarinnar.

Þá voru Guðrún Arnardóttir og Ingibjörg Sigurðardóttir í byrjunarliði Djurgården sem tapaði gegn sterku liði Piteå. Guðbjörg Gunnarsdóttir var varamarkvörður liðsins í dag.

Eskilstuna 0 - 1 Rosengård
0-1 N. Bjorn ('90)

Kristianstad 5 - 1 Bunkeflo
1-0 Svava Rós Guðmundsdóttir ('5)
2-0 A. Edgren ('10)
3-0 A. Welin ('50)
4-0 Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir ('63)
5-0 T. Ivarsson ('79)
5-1 E. Nilsson ('84)

Piteå 1 - 0 Djurgården
1-0 N. Jakobsson ('50)
Athugasemdir
banner
banner