Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   sun 14. apríl 2019 09:00
Hafliði Breiðfjörð
Warnock: Leikmenn mínir hefðu átt að umkringja dómarann
Warnock á hliðarínunni í gær.
Warnock á hliðarínunni í gær.
Mynd: Getty Images
Neil Warnock knattspyrnustjóri Cardiff City heldur áfram að kvarta sáran yfir dómgæslu í ensku úrvalsdeildinni og nú er það Mike Dean sem fær fyrir ferðina hjá honum eftir tapið gegn Burnley í gær, 2-0.

Burnley var búið að ná forystunni í leiknum þegar Cardiff fékk dæmda vítaspyrnu, boltinn hafði farið í hönd Ben Mee innan vítateigs.

Dean sneri hinsvegar ákvörðun sini við eftir að hafa rætt við Darren Cann aðstoðarmann sinn. Warnock telur að sínir menn hafi átt að reyna að hafa áhrif á dómarann.

„Drengirnir mínir hefðu átt að umkringja dómarann. Það voru þrír leikmanna Burnley í eyranu á honum um leið," sagði Warnock sem vill meina að Dean hafi talað línuvörðinn af vítadóminum.

„Ég er orðlaus. Línuvörðurinn gaf víti, fjórði dómarinn sagði mér að Mike hafi ekki séð þetta en samt hlýtur Mike að hafa séð eitthvað því hann fór til línuvarðarins og sagði honum að boltinn hafi farið í hluta líkama hans, svo þetta gæti ekki verið hendi. Ég er eyðilagður leikmanna minna vegna. Mér fannst Darren taka rétta ákvörðunen Mike talaði hann af því."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner