Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 14. maí 2019 18:00
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Enska uppgjörið - Reynir Bergmann svarar spurningum um tímabilið
Reynir Bergmann er mjög vinsæll á samfélagsmiðlinum Snapchat.
Reynir Bergmann er mjög vinsæll á samfélagsmiðlinum Snapchat.
Mynd: Úr einkasafni
Jordan Henderson er í miklu uppáhaldi hjá Reyni.
Jordan Henderson er í miklu uppáhaldi hjá Reyni.
Mynd: Getty Images
Manchester United olli mestu vonbrigðunum, Reynir reiknar með miklum breytingum á leikmannahópi liðsins.
Manchester United olli mestu vonbrigðunum, Reynir reiknar með miklum breytingum á leikmannahópi liðsins.
Mynd: Getty Images
Reynir er ekki spenntur fyrir komu VAR í ensku úrvalsdeildina á næsta tímabili.
Reynir er ekki spenntur fyrir komu VAR í ensku úrvalsdeildina á næsta tímabili.
Mynd: Getty Images
Fótbolti.net gerir upp tímabilið í ensku úrvalsdeildinni þessa vikuna, leitað verður til sparkspekinga til að svara nokkrum spurningum um tímabilið sem er að baki og tímabilið sem framundan er. Í dag svarar "snapparinn" vinsæli Reynir Bergmann nokkrum laufléttum spurningum.

Besti leikmaðurinn?
Það er mjög erfitt að gera upp á milli Sadio Mane og Virgil van Djik en ég ætla að gefa Mane vinninginn minn þar sem hann kom að tugum marka.

Stjóri tímabilsins?
Ég ætla að fá að velja tvo það er vonlaust að gera upp á milli manna sem ná yfir 95 stigum í deildinni svo ég gef auðvitað Pep og Klopp þennan titill.

Besta markið?
Erfitt að velja eitthvað eitt t.d. átti Riyad Mahrez sturlað mark þegar City át Burnley 5-0, Leicester hafa fengið á sig nokkra "screemera" þar á meðal frá King Gylfa og einnig skoraði Kompany mark lífs síns sem drap titilvonir Liverpool.

Besti leikurinn?
Engin spurning að það er leikurinn sem Liverpool létu Arsenal menn líta út eins og smábörn og slátruðu þeim 5-1.

Besti leikmaðurinn fyrir utan topp sex liðin?
Það er erfitt að líta framhjá Vardy ef ég man rétt skoraði hann 18 eða 19 mörk fyrir Leicester.

Vanmetnasti leikmaðurinn?
JORDAN HENDERSON, ég hef alltaf verið mikill Hendo maður hann er að vinna svo mikla skítavinnu sem enginn nennir að tala um. Yfirferðin á honum og dugnaðurinn er með ólíkindum (maður sér það best þegar maður er á Anfield) sannur "captain."

Hvaða lið olli mestum vonbrigðum í vetur?
Manstu eftir United, engin spurning. Miðað við mannskap og peningana sem sópaðir hafa verið í klúbbinn ættu leikmenn liðsins að skammast sín og RÍFA SIG Í GANG.

Hvaða leikmaður olli mestum vonbrigðum í vetur?
Ég verð að segja David de Gea hefur verið yfirburðar besti markvörður í heiminum í mörg ár en frá HM í sumar hefur hann verið sér til skammar hvers vegna er óskiljanlegt.

Hvaða lið mun styrkja sig mest í sumar?
Hef trú á að mínir menn í Liverpool verði duglegir í vetur og loki nokkrum dýrum kaupum og sýni að þeir eru komnir til að vera með þeim bestu í heiminum, einnig held ég að Utd taki alvöru hreinsun og kaupi slatta í sumar.

Hvernig lýst þér á komu VAR í ensku úrvalsdeildina á næsta tímabili?
Ég hata VAR ég er ekki á vagninum því mér finnst fótboltinn vera meira en bara leikurinn, skemmtilegast við hann eru kaffistofu spjöllin og rifrildin eftir leik um vafamálin.

Hvernig metur þú frammistöðu Íslendinganna þriggja í ensku úrvalsdeildinni í vetur?
Aron Einar: Minn maður Aron Einar náði aldrei alvöru "rönni" vegna meiðsla, ég er klár á því að Cardiff væri að spila í deild þeirra bestu á kostnað Brighton ef Aron hefði haldist meiðslalaus. Þegar hann var með gekk Cardiff mun betur en án hans.

Gylfi Þór: Það er ekki hægt að kvarta neitt yfir gengi Gylfa hann skoraði og lagði upp slatta það er meira en margur annar í þessu Everton liði gerði, Gylfi stóða sig klárlega best af Íslendingunum í deildinni.

Jóhann Berg: Mér fannst Jóhann Berg vera fínn framan af svo kom einhver óvelkominn til Burnley og sló okkar mann út úr liðinu en ég er sannfærður um það að Jói kemur inn með látum á næstu leiktíð.

Sjá einnig: Enska uppgjörið - Daníel Geir svarar spurningum um tímabilið
Athugasemdir
banner
banner
banner