Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 14. maí 2019 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ísland í dag - Valur mætir Stjörnunni í beinni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það eru þrír spennandi leikir á dagskrá í kvennaboltanum í kvöld. Sá stærsti er í Pepsi Max-deild kvenna þar sem gífurlega sterkt lið Vals mætir Stjörnunni.

Valur hefur farið feykilega vel af stað og verður áhugavert að sjá hvernig sterk Stjörnuvörn bregst við. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 3.

FH tekur þá á móti ÍA í Mjólkurbikar kvenna á sama tíma og Þróttur R. mætir Haukum.

Að lokum eru þrír leikir á dagskrá í C-riðli 4. deildar karla.

Pepsi-Max deild kvenna
19:15 Valur-Stjarnan (Origo völlurinn - Stöð 2 Sport 3)

Mjólkurbikar kvenna
19:00 FH-ÍA (Kaplakrikavöllur)
19:00 Þróttur R.-Haukar (Eimskipsvöllurinn)

4. deild karla - C-riðill - 4. deild karla
20:00 Hamar-Álafoss (Grýluvöllur)
20:00 Berserkir-GG (Víkingsvöllur)
20:00 Léttir-Fenrir (Hertz völlurinn)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner