Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   þri 14. maí 2019 06:00
Arnar Helgi Magnússon
Selfoss semur við þrjá unga og efnilega
Frá vinstri: Aron Einarsson, Brynjólfur Þór, Stefán Þór og Dean Martin, þjálfari.
Frá vinstri: Aron Einarsson, Brynjólfur Þór, Stefán Þór og Dean Martin, þjálfari.
Mynd: Arnar Helgi Magnússon
Knattspyrnudeild Selfoss hefur samið við þrjá unga og efnilega leikmenn en það eru þeir Aron Einarsson, Stefán Þór Ágústsson og Brynjólfur Þór Eyþórsson.

Aron Einarsson er að stíga sín fyrstu skref í meistaraflokki og hefur spilað og æft með liðinu á undirbúningstímabilinu. Aron er fæddur árið 2002 og spilar sem framliggjandi miðjumaður.

Stefán Þór Ágústsson mun standa vaktina í marki Selfyssinga í sumar. Stefán hefur leikið alla fjóra leiki Selfoss á tímbilinu, tvo í Mjólkurbikarnum og tvo í 2. deildinni. Hann hefur einnig spilað leikina á undirbúningstímabilinu. Stefán er fæddur árið 2001.

Brynjólfur Þór Eyþórsson er framherji sem að er fæddur árið 2001. Hann spilaði sína fyrstu leiki fyrir meistaraflokk í Inkasso-deildinni á síðasta tímabili. Hann hefur komið við sögu í einum leik á þessu tímabili.

Selfyssingar unnu sannfærandi 3-0 sigur á Fjarðabyggð um helgina en liðið mætir ÍR í Breiðholtinu á föstudag.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner