Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 14. maí 2020 08:45
Elvar Geir Magnússon
Bayern gerir tilboð í Sane - Dembele orðaður við Man Utd
Powerade
Leroy Sane.
Leroy Sane.
Mynd: Getty Images
Kai Havertz.
Kai Havertz.
Mynd: Getty Images
Góðan og gleðilegan daginn. Werner, Sane, Dembele, Bakayoko, Bellingham og Havertz eru meðal manna sem koma við sögu í slúðurpakka dagsins. BBC tók saman.

Karl-Heinz Rummenigge formaður Bayern München segist hissa á því að Timo Werner (24) hafi sagt að hann vilji frekar spila utan Þýskalands en að ganga í raðir þýsku meistarana. Þessi sóknarmaður RB Leipzig hefur verið orðaður við Chelsea, Liverpool og Manchester United. (Bild)

Bayern München er að íhuga að gera tilboð upp á meira en 50 milljónir punda í Leroy Sane (24) hjá Manchester City. Samningur Sane rennur út eftir næsta tímabil. (Telegraph)

Manchester United er að tryggja sér franska sóknarmanninn Moussa Dembele (23) hjá Lyon á tæplega 62 milljónir punda. Chelsea hefur einnig áhuga á leikmanninum. (Todofichajes)

Manchester United vill að miðjumaðurinn Jude Bellingham (16) berjist um sæti í byrjunarliðinu ef félagið nær að kaupa hann frá Birmingham City í sumar. (Evening Standard)

Chelsea er tilbúið að selja franska miðjumanninn Tiemoue Bakayoko (25) fyrir 31 milljón punda en Paris St-Germain vill ekki fara yfir 26,5 milljónr punda. (Le10 Sport)

Barcelona hefur sett 53 milljóna punda verðmiða á franska sóknarleikmanninn Ousmane Dembele (22) sem félagið keypti fyrir mun hærri upphæð. (Marca)

Tottenham hefur boðið félögum að kaupa Juan Foyth (22) og Barcelona hefur áhuga á argentínska varnarmanninum. (Mirror)

Barcelona hefur átt í viðræðum við Juventus um möguleg kaup á ítalska varnarmanninu Mattia de Sciglio (27) eftir að samningaviðræður við portúgalska hægri bakvörðinn Nelson Semedo (26) sigldu í strand. (Marca)

Michael Ballack hefur sagt Kai Havertz (20) að vera áfram hjá Bayer Leverkusen. Havertz hefur verið orðaður við Chelsea, Liverpool og Manchester United. (Football London)

Everton ætlar að láta hollenska markvörðinn Maarten Stekelenburg (37) fara þegar samningur hans rennur út eftir tímabilið. Félagið vill fá nýjan markvörð til að veita Jordan Pickford (26) samkeppni. (Football Insider)

Malímaðurinn Hamari Traore (28) hjá Rennes segir að það yrði draumur að fara til PSG. (goal.com)
Athugasemdir
banner
banner
banner