lau 16. maí 2020 08:22
Elvar Geir Magnússon
Þýski boltinn byrjar aftur að rúlla - Þetta þarftu að vita
Alfreð Finnbogason í baráttunni.
Alfreð Finnbogason í baráttunni.
Mynd: Getty Images
Timo Werner og Robert Lewandowski.
Timo Werner og Robert Lewandowski.
Mynd: Getty Images
Erling Braut Haaland og Jadon Sancho.
Erling Braut Haaland og Jadon Sancho.
Mynd: Getty Images
Samúel Kári Friðjónsson.
Samúel Kári Friðjónsson.
Mynd: Mirko Kappes
Kai Havertz.
Kai Havertz.
Mynd: Getty Images
Alphonso Davies.
Alphonso Davies.
Mynd: Getty Images
Þýska úrvalsdeildin fer aftur af stað í dag, fyrst af stóru deildum heims. Bundesligan á marga dygga aðdáendur um heim allan en ljóst er að nú munu fleiri setjast fyrir framan skjáinn en áður.

En hvað þarftu að vita þegar þýski boltinn byrjar aftur að rúlla?

Tómir vellir
Eitt af því skemmtilegasta við þýska boltann er stuðningsmannamenning þjóðarinnar. Bundesligan er með hæsta meðaltal áhorfenda af öllum deildum heimsins.

En leikvangarnir verða tómir það sem eftir er af tímabilinu. Það verður þó spilað á leikvöngum liðanna en ekki á hlutlausum völlum.

Borussia Mönchengladbach verður með pappamyndir af stuðningsmönnum í stúkunni. Fyrir 3 þúsund krónur getur einstaklingur fengið mynd af sér.

Öll lið í deildinni hafa verið í einangrun í viku, aðeins farið af hótelinu til að fara á æfingasvæðið. Leikmenn verða skoðaðir reglulega og fara í sýnatökur.

Alls mega 213 vera á hverjum leikvangi. 98 á vellinum eða þar í kring (þar á meðal leikmenn, þjálfarar, boltastrákar og ljósmyndarar). 115 í stúkunni (þar á meðal stjórnarmenn og fjölmiðlafólk).

Handabönd eru bönnuð, það verða ekki teknar liðsmyndir og ekki lukkukrakkar sem fylgja liðunum.

Á fimmtudag ákváðu félögin að leyfa fimm skiptingar á lið út tímabilið. Síðustu níu umferðirnar verða leiknar á sex vikum og markmiðið að klára tímabilið fyrir 30. júní.

Baráttan um titilinn
Fjögur efstu liðin komast í Meistaradeildina, liðin í fimmta og sjötta sæti fara í Evrópudeildina.

Meistararnir í Bayern München eru með fjögurra stiga forystu þegar níu umferðir eru eftir og vonast til þess að vinna meistaratitilinn áttunda árið í röð.

Tveir tapleikir í röð í kringum mánaðamótin nóvember-desember gerðu að verkum að Bayern var í sjöunda sæti, sjö stigum frá toppnum. En með því að vinna 10 leiki og gera eitt jafntefli í síðustu 11 undir stjórn Hansi Flick komst liðið á toppinn.

En gæti þetta óvænta tveggja mánaða hlé mögulega tekið liðið af sporinu?

Borussia Dortmund, RB Leipzig og Borussia Mönchengladbach eru öll að elta en stöðutöfluna má sjá í heild sinni neðst í fréttinni.

Tölfræðifyrirtækið Gracenote telur 84% líkur á að Bayern vinni titilinn. Dortmund, sem á stórleik gegn Schalke á laugardag, á 8% möguleika og Leipzig 7%.

Julian Nagelsmann, einn mest spennandi ungi stjóri heims, vonar að sínir menn í Leipzig geti grætt á þessu óvænta hléi og lítur á þær níu umferðir sem eru eftir sem nýtt mót.

„Allar aðstæður eru eins og fyrir nýtt mót. Við tókum stutt hlé, fórum rólega af stað en æfum núna af krafti. Við ætlum að vinna þetta níu leikja mót," segir Nagelsmann.

Bayer Leverkusen er einu stigi á eftir topp fjórum en Schalke, Wolfsburg, Freiburg, Hoffenheim og Köln eru öll í kapphlaupinu um Evrópudeildarsæti.

Fallbaráttan
Tvö neðstu liðin falla en liðið sem endar í 16. sæti mætir liðinu sem endar í þriðja sæti B-deildarinnar í umspili.

Werder Bremen hefur verið 56 timabil í Bundesligunni og það er met. En liðið er nú í fallsæti, fjórum stigum frá umspilssætinu og átta stigum frá öruggu sæti. Þeir eiga þó leik til góða.

Brimarbúar hafa tapað 11 af síðustu 14 leikjum en vonast til þess að þetta hlé hafi gefið þeim tækifæri til að endurstilla sig.

Samúel Kári Friðjónsson og félagar í Paderborn hafa aðeins náð í eitt stig úr síðustu sex leikjum og eru sex stigum fyrir neðan umspilssætið. Parderborn þarf nánast kraftaverk til að halda sér í deildinni.

Fortuna Dusseldorf er í umspilssætinu en Mainz, Augsburg, Hertha Berlín og Eintracht Frankfurt eru enn í fallhættu.

Gracenote telur 97% líkur á að Paderborn falli beint niður, Werder er með 49% og Dusseldorf 40%.

Íslensku leikmennirnir
Alfreð Finnbogason er með þrjú mörk í sextán leikjum fyrir Augsburg í Bundesligunni þetta tímabilið. Hann hefur verið að glíma við meiðsli á tímabilinu og meiddist lítillega í vikunni svo hann leikur ekki gegn Wolfsburg í dag.

Samúel Kári Friðjónsson gekk í raðir Paderborn í janúarglugganum. Hann spilaði þrjá síðustu leiki liðsins áður en keppni var frestað vegna kórónaveirunnar. Hann hefur verið að glíma við meiðsli líkt og Alfreð og verður líklega ekki með þegar Paderborn heimsækir Fortuna Dusseldorf í dag.

Jadon Sancho
Einn umtalaðasti leikmaður deildarinnar er Englendingurinn Jadon Sancho hjá Dortmund en hann varð 20 ára á meðan hléið óvænta var.

Hann er markahæsti táningur í sögu Bundesligunnar með 27 mörk sem öll voru skoruð eftir mars 2018.

Sancho hefur verið sterklega orðaður við Manchester United en hann er með 14 mörk og 15 stoðsendingar í Bundesligunni þetta tímabilið. Ef horft er til bestu deilda Evrópu hafa aðeins tveir leikmenn komið að fleiri mörkum með beinum hætti á þessu tímabili; Ciro Immobile hjá Lazio og Lionel Messi hjá Barcelona.

Deild full af stjörnum
Í deildinni má finna fullt af heimsklassa leikmönnum og mikið magn af spennandi ungum leikmönnum.

Markahæstur í deildinni en Robert Lewandowski en Pólverjinn er af mörgum talinn besta 'nía' heims. Hann er með 39 mörk í 33 leikjum fyrir Bayern München á þessu tímabili.

Lið Bayern er fullt af stórstjörnum en leikmaður sem vert er að gefa gaum er kanadíski vinstri bakvörðurinn Alphonso Davies. Þessi 19 ára leikmaður var magnaður áður en keppni var frestað.

Hinn 19 ára Erling Braut Haaland hjá Borussia Dortmund er með níu mörk í fimm byrjunarliðsleikjum og þremur leikjum þar sem hann kemur af bekknum síðan hann kom frá Red Bull Salzburg í janúarglugganum.

Næstmarkahæstur í Bundesligunni er Timo Werner hjá RB Leipzig sem hefur verið orðaður við Liverpool. Svo verður að nefna Kai Havertz hjá Bayer Leverkusen. Þessi 20 ára miðjumaður er á óskalistum margra stórliða í Evrópu.

Markahæstir í deildinni
25 - Robert Lewandowski, Bayern München
21 - Timo Werner, RB Leipzig
14 - Jadon Sancho, Dortmund
12 - Robin Quaison, Mainz
11 - Florian Niederlechner, Augsburg
11 - Rouwen Hennings, Fortuna Düsseldorf
11 - Marco Reus, Dortmund

Hver á útsendingaréttinn á Íslandi?
Viaplay er með réttinn hér á landi en sportpakki Viaplay varð fáanlegur hér á landi frá og með gærdeginum.

Leikir helgarinnar:

Laugardagur:
13:30 Borussia Dortmund - Schalke
13:30 Augsburg - Wolfsburg
13:30 Dusseldorf - Paderborn
13:30 Hoffenheim - Hertha Berlín
13:30 RB Leipzig - Freiburg
16:30 Eintracht Frankfurt - Mönchengladbach

Sunnudagur:
13:30 Köln - Mainz
16:00 Union Berlín - Bayern München

Mánudagur:
18:30 Werder Bremen - Bayer Leverkusen
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Leverkusen 26 22 4 0 66 18 +48 70
2 Bayern 26 19 3 4 78 31 +47 60
3 Stuttgart 26 18 2 6 60 31 +29 56
4 Dortmund 26 14 8 4 53 32 +21 50
5 RB Leipzig 26 15 4 7 60 32 +28 49
6 Eintracht Frankfurt 26 10 10 6 42 35 +7 40
7 Augsburg 26 9 8 9 43 42 +1 35
8 Hoffenheim 26 9 6 11 44 50 -6 33
9 Freiburg 26 9 6 11 36 48 -12 33
10 Werder 26 8 6 12 35 41 -6 30
11 Heidenheim 26 7 8 11 35 44 -9 29
12 Gladbach 26 6 10 10 46 50 -4 28
13 Union Berlin 26 8 4 14 25 42 -17 28
14 Wolfsburg 26 6 7 13 31 44 -13 25
15 Bochum 26 5 10 11 30 54 -24 25
16 Mainz 26 3 10 13 22 46 -24 19
17 Köln 26 3 9 14 20 47 -27 18
18 Darmstadt 26 2 7 17 26 65 -39 13
Athugasemdir
banner
banner
banner