Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 14. maí 2022 09:30
Victor Pálsson
Efast um að Ward-Prowse sé nógu góður fyrir Tottenham
Mynd: EPA

Tottenham ætti ekki að reyna við James Ward-Prowse, fyrirliðia Southampton, í sumar segir fyrrum markvörður liðsins, Paul Robinson.


Ward-Prowse er orðaður við Tottenham þessa dagana en hann gæti kostað allt að 75 milljónir punda sem er mikið fyrir leikmann með enga reynslu úr Evrópukeppnum.

Robinson er sjálfur fyrrum landsliðsmarkvörður Englands og er ekki sannfærður um að Ward-Prowse sé nógu góður fyrir Tottenham.

Föstu leikatriði enska landsliðsmannsins eru oft á tíðum frábær en það er ekki nóg að sögn Robinson.

„Ég er ekki svo sannfærður um Ward-Prowse. Ekki misskilja mig, föstu leikatriðin hans eru stórkostleg en ég er ekki viss um hversu góður hann er á öllum sviðum," sagði Robinson.

„Já, hann stendur upp úr í liði Southampton en myndi hann gera það sama hjá Spurs? Gæti hann komið Spurs á næsta stig?"

„Þetta er lið sem er að spila reglulega í Meistaradeildinni og ég er alls ekki sannfærður um að hann geti það. Ég myndi horfa annað."


Athugasemdir
banner
banner