Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 14. júní 2018 15:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lið 7. umferðar í Inkasso - Fjórir úr Ólafsvík
Emmanuel Keke var sterkur í sigri Ólsara í gær.
Emmanuel Keke var sterkur í sigri Ólsara í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rafn Andri var bestur maður Þróttara.
Rafn Andri var bestur maður Þróttara.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur Ólafsvík á þrjá leikmenn og þjálfarann í liði sjöunda umferðar í Inkasso-deildinni. Ólsarar unnu 3-0 sigur á Leikni er nýr gervigrasvöllur var vígður í Ólafsvík í gær. Emmanuel Eli Keke, Vignir Snær Stefánsson og Kwame Quee komast í lið umferðarinnar og Ejub Purisevic er þjálfari umferðarinnar í annað sinn í röð. Tveir af varamönnunum sem Ejub setti inn á komu að mörkum.


Helgi Freyr Þorsteinsson átti býsna góðan leik þrátt fyrir að hafa fengið á sig tvö mörk gegn Njarðvík. Báðir leikmennirnir sem skoruðu á hann, Stefán Birgir Jóhannesson og Magnús Þór Magnússon eru í liðinu.

Rafn Andri Haraldsson og Viktor Jónsson voru sprækir í sigri Þróttar á Selfossi og þá fór Portúgalinn Tiago Fernandes fyrir Fram er liðið sigraði Hauka, 3-1.

Þór sigraði Magna fyrir fullum velli og gott betur en það í gær. Ármann Pétur Ævarsson var maður leiksins í Grenivík.

Úr toppslagum í gær, sem endaði markalaus, kemst einn leikmaður í lið umferðarinnar. Það er fyrirliði HK, Leifur Andri Leifsson. Liðið er í heild sinni hér að ofan.

Fyrri lið umferðar
Lið 6. umferðar
Lið 5. umferðar
Lið 4. umferðar
Lið 3. umferðar
Lið 2. umferðar
Lið 1. umferðar
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner