Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 14. júní 2018 09:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lopetegui vildi ekkert segja á flugvellinum
Mynd: Getty Images
Julen Lopetegui var í gær vikið úr starfi landsliðsþjálfara Spánar tveimur dögum fyrir fyrsta leik á HM.

Lopetegui var daginn áður ráðinn stjóri Real Madrid en hann lét ekki spænska knattpspyrnusambandið vita af viðræðunum fyrr en fimm mínútum fyrir tilkynningu.

Knattspyrnusambandið sá því ekkert annað í stöðunni en að reka Lopetegui. Fernando Hierro mun stýra Spánverjum á HM.

Lopetegui flaug frá Rússlandi í gær. Þegar hann kom á flugvöllinn biðu þarf eftir honum fjöldi blaðamanna. Hann vildi hins vegar lítið tjá sig við viðstadda.

„Vonandi munum við eiga gott HM. Ég ætla ekki að segja neitt annað," sagði Lopetegui.

Sjá einnig:
Lopetegui lét ekki vita af viðræðunum við Real
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner