Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 14. júní 2019 18:48
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Andri Rúnar að ganga í raðir Kaiserslautern?
Andri Rúnar í landsleik.
Andri Rúnar í landsleik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Helsingborgs Dagblad segir frá því að Andri Rúnar Bjarnason sé að ganga í raðir þýska félagsins Kaiserslautern.

Andri Rúnar er 28 ára gamall. Hann gekk í raðir Helsingborg í nóvember 2017 eftir að hafa orðið markakóngur Pepsi-deildarinnar með Grindavík.

Hann jafnaði markametið í Pepsi-deildinni 2017 og í fyrra varð hann markakóngur í sænsku B-deildinni með Helsingborg. Á þessu tímabili hefur hann skorað þrjú mörk í átta leikjum í sænsku úrvalsdeildinni.

Samningur Andra, sem á fimm A-landsleiki fyrir Ísland að baki, við Helsingborg átti að renna út eftir þetta tímabil en hann er núna á leið til Kaiserslautern.

Kaiserslautern er stórt félag í Þýskalandi og hefur félagið fjórum sinnum orðið þýskur meistari, síðast 1998. Liðið leikur í dag í C-deild Þýskaland og hafnaði í níunda sæti á nýliðnu tímabili.

Landsliðsframherjinn Jón Daði Böðvarsson var á mála hjá Kaiserslautern árið 2016.

Sjá einnig:
Miðjan - Öskubuskusaga Andra Rúnars



Athugasemdir
banner
banner
banner