Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   fös 14. júní 2019 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Grætti dómara í leik hjá níu ára gömlum börnum
Sead Kolasinac, leikmaður Arsenal, ræðir við Jon Moss, dómara. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Sead Kolasinac, leikmaður Arsenal, ræðir við Jon Moss, dómara. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Mynd: Getty Images
Alex Nichols, barna- og unglingaþjálfari hjá enska úrvalsdeildarfélaginu, hefur verið settur í bann af enska knattspyrnusambandinu fyrir það að græta dómara. Nichols var einnig sektaður um 400 pund (rúmlega 60 þúsund íslenskar krónur).

Dómarinn var stelpa á unglingsaldri, en þetta átti sér stað í leik hjá níu ára gömlu börnum.

Á meðan leiknum stóð lét Nichols stelpuna heyra það og kallaði hana illum nöfnum. Eftir leikinn, sem var á milli Arsenal og Reading, neitaði stelpan að taka í höndina á Nichols sem varð til þess að hann móðgaði hana enn frekar. Þetta segir í grein Times, en Nichols neitar því.

Hegðun hans var talin til skammar og var hann dæmdur í þriggja leikja bann og sektaður.

Nichols, sem hefur þjálfað hjá Arsenal í 12, var aðalþjálfari U-9 ára liðs Arsenal. Síðan atvikið varð hefur hann verið færður úr því starfi í almennt þjálfarastarf í akademíu félagsins.

„Hjá Arsenal líðum við ekki svona hegðun," sagði talsmaður Arsenal og bætti því við að þetta væri í fyrsta sinn sem umræddur þjálfari er ásakaður um svona hegðun.
Athugasemdir
banner
banner
banner