Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 14. júní 2019 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Slík endurkoma átti sér síðast stað fyrir 24 árum
Mynd: Getty Images
Ástralía hafði betur gegn Brasilíu þegar liðin mættust í gær í riðlakeppni HM kvenna í Frakklandi.

Brasilía byrjaði mun betur í leiknum og komst í 2-0 með mörkum frá reynsluboltunum Mörtu og Cristiane.

Þær áströlsku gáfust hins vegar ekki upp og minnkuðu muninn á besta tíma, rétt fyrir leikhlé. Í seinni hálfleiknum settu þær svo tvö mörk og unnu leikinn.

Frábær endurkoma og frábær karakter hjá Ástralíu, en þetta er aðeins í annað sinn í sögu HM kvenna þar sem lið kemur til baka eftir að hafa að minnsta kosti lent tveimur mörkum undir.

Það gerðist síðast 1995 þegar Svíþjóð vann 3-2 sigur á Þýskalandi.



Athugasemdir
banner
banner
banner