fös 14. júní 2019 10:00
Arnar Daði Arnarsson
Víkingur unnið einn af síðustu sautján leikjum
Davíð Örn Atlason leikmaður Víkings.
Davíð Örn Atlason leikmaður Víkings.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur R. tekur á móti HK í 8. umferð Pepsi Max-deildarinnar á nýjum gervigrasvelli sínum í Víkinni í kvöld. Um er að ræða vígsluleik.

Einu stigi munar á liðunum, HK er með fimm stig í 9. sæti á meðan Víkingur er í 11. sæti með fjögur stig og er enn í leit af sínum fyrsta sigri í Pepsi Max-deildinni.

Víkingur hefur aðeins unnið tvo leiki af síðustu 18 leikjum sínum í efstu deild og báðir sigranir komu gegn Keflavík á síðustu leiktíð. Keflavík féll úr Pepsi-deildinni í fyrra án þess að ná sér í einn sigur og enduðu með fjögur stig.

Síðasti sigur Víkings fyrir utan sigrana gegn Keflavík kom gegn Fylki í Egilshöllinni 9. júlí á síðasta ári. Þá voru Víkingar á þriggja leikja sigurgöngu.

Síðustu 17 leikir Víkings í efstu deild:
1. júní 2019: Grindavík 0 - 0 Víkingur R.
25. maí 2019: Víkingur R. 0 - 1 KR
19. maí 2019: ÍBV 1 - 1 Víkingur R.
15. maí 2019: Víkingur R. 3 - 4 Stjarnan
10. maí 2019: Breiðablik 3 - 1 Víkingur R.
6. maí 2019: Víkingur R. 1 - 1 FH
26. apríl 2019: Valur 3 - 3 Víkingur R.
29. sept. 2018: Víkingur R. 2 - 3 KR
23. sept. 2018: Keflavík 0 - 4 Víkingur R.
16. sept. 2018: Víkingur R. 1 - 1 FH
2. sept. 2018: ÍBV 1 - 1 Víkingur R.
25. ágúst 2018: Víkingur R. 2 - 2 KA
20. ágúst 2018: Fjölnir 2 - 2 Víkingur R.
13. ágúst 2018: Víkingur R. 2 - 3 Breiðablik
8. ágúst 2018: Grindavík 2 - 1 Víkingur R.
29. júlí 2018: Víkingur R. 0 - 4 Stjarnan
22. júlí 2018: Valur 4 - 1 Víkingur R.

8. umferð Pepsi Max-deildarinnar:

föstudagur 14. júní
19:15 Fylkir-Breiðablik (Würth völlurinn)
19:15 Víkingur R.-HK (Víkingsvöllur)
19:15 FH-Stjarnan (Kaplakrikavöllur)

laugardagur 15. júní
16:00 ÍA-KR (Norðurálsvöllurinn)
16:00 Valur-ÍBV (Origo völlurinn)
17:00 KA-Grindavík (Greifavöllurinn)
Athugasemdir
banner
banner