Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 14. júní 2022 16:00
Elvar Geir Magnússon
Opinberir starfsmenn í Kosta Ríka fá lengra hádegishlé - Síðasta HM sætið í boði
Landslið Kosta Ríka.
Landslið Kosta Ríka.
Mynd: EPA
Í kvöld kemur í ljós hver verður síðasta þjóðin til að tryggja sér sæti á HM í Katar. Kosta Ríka og Nýja-Sjáland mætast í úrslitaleik umspils sem fram fer í Katar en leikurinn hefst 18:00 að íslenskum tíma.

Í Kosta Ríka verður hann hinsvegar um hádegisbil og hefur forseti landsins, Rodrigo Chaves, skipað að allir opinberir starfsmenn fái lengra hádegishlé til að fylgjast með leiknum.

Í Nýja-Sjálandi er ekki alveg eins mikil eftirvænting fyrir leiknum. Rugby er þjóðaríþrótt landsins og leikurinn verður klukkan 6 á miðvikudagsmorgni að staðartíma.

Kosta Ríka hefur fimm sinnum tekið þátt í lokakeppni HM en Nýja-Sjáland tvívegis.

„Þetta er sérstakur dagur fyrir öll okkar sem elskum Kosta Ríka. Meira en 13 þúsund kílómetrum í burtu verða ellefu stríðsmenn sem ætla að skrifa söguna. Við sendum alla okkar bestu strauma frá fólki sem elskar fallegustu íþrótt heimsins," segir Chaves, forseti Kosta Ríka.

Kosta Ríka er í 31. sæti heimslistans og er þekkt fyrir öflugan varnarleik með Keylor Navas hjá Paris Saint Germain í markinu. Nýja-Sjáland er númer 101 á heimslistanum og með Chris Wood, sóknarmann Newcastle United, í fremstu víglínu.


Athugasemdir
banner