lau 14. júlí 2018 20:00
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Ancelotti: Koma Ronaldo í deildina er ekki bara góð fyrir Juventus
Mynd: Getty Images
Cristano Ronaldo yfirgaf Real Madrid í vikunni og er nú kominn til Juventus á Ítalíu, Carlo Ancelotti sem tók við Napoli á dögunum segir komu Ronaldo ánægjulega fyrir ítölsku úrvalsdeildina.

„Cristiano Ronaldo er algjör heimsklassa leikmaður og mikill atvinnumaður," sagði Ancelotti en hann þekkir Ronaldo frá því að Ítalinn stýrði Real Madrid á árunum 2013 til 2015.

„Koma hans í ítölsku úrvalsdeildina er góð fyrir þessa deild, ekki bara fyrir Juventus. Hann mun fá alla til þess að leggja meira á sig."

„Juventus mun verða liðið sem allir vilja vinna, en þeir verða ekki eina liðið sem allir vilja vinna."
Athugasemdir
banner
banner
banner