Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 14. júlí 2018 10:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Blind á förum - Man Utd samþykkir tilboð
Blind í leik með Man Utd gegn Ajax.
Blind í leik með Man Utd gegn Ajax.
Mynd: Getty Images
Hollendingurinn Daley Blind er á förum frá Manchester United en BBC segir frá því í dag að United hafi samþykkt tilboð frá Ajax í hann.

BBC segir að Ajax sé að borga 14 milljónir punda fyrir Blind og að hann muni skrifa undir fjögurra ára samning við félagið. Upphæðin sem Ajax borgar gæti hækkað upp í 18,5 milljónir punda síðar meir.

Blind kom til Man Utd frá Ajax árið 2014 þegar Louis van Gaal var knattspyrnustjóri rauðu djöflanna.

Man Utd borgaði þá 13,8 milljónir punda fyrir hann.

Blind getur spilað í vörn sem miðju en hann hefur verið að falla aftar í goggunarröðina hjá Jose Mourinho og því líklega besti kosturinn fyrir hann að skipta um lið og fara aftur til Hollands.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner