lau 14. júlí 2018 12:47
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Byrjunarlið Belgíu og Englands: Fimm enskar breytingar
Soutgate setur Henderson á bekkinn.
Soutgate setur Henderson á bekkinn.
Mynd: Getty Images
Belgía og England eigast við klukkan 14:00 í leiknum um þriðja sætið á Heimsmeistaramótinu. Þetta er næst síðasti leikurinn á mótinu en síðasti leikurinn - úrslitaleikurinn er á morgun. Í úrslitaleiknum mætast Frakkland og Króatía.

Í undanúrslitunum tapaði Belgía fyrir Frakklandi og degi síðar tapaði England fyrir Króatíu. Þessi lið mætast í dag í Sankti Pétursborg í leiknum sem enginn vill spila, leiknum um þriðja sætið.

Sjá einnig:
Gunnar Jarl spáir í leik Englands og Belgíu

England gerir fimm breytingar á liði sínu sem tapaði fyrir Króatíu í framlengdum leik á miðvikudag. Kyle Walker, Jesse Lingard, Jordan Henderson, Ashley Young og Dele Alli detta út fyrir Phil Jones, Danny Rose, Eric Dier, Fabian Delph og Ruben Loftus-Cheek.

Belgía gerir aðeins tvær breytingar. Thomas Meunier snýr aftur eftir leikbann og Youri Tielemans, sá efnilegi leikmaður, byrjar einnig. Mousa Dembele og Marouane Fellaini detta úr liðinu.

Hér að neðan má sjá bæði byrjunarlið.

Byrjunarlið Belgíu: Courtois, Alderweireld, Kompany, Vertonghen, Meunier, Witsel, De Bruyne, Tielemans, Chadli, Lukaku, Hazard.

Byrjunarlið Englands: Pickford, Jones, Stones, Maguire, Trippier, Dier, Delph, Rose, Loftus-Cheek, Sterling, Kane.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner