Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 14. júlí 2018 11:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Dagný fór á æfingu á sama degi og hún eignaðist barnið
Ræðir við Selfoss en er að glíma við meiðsli
Dagný gæti verið á leið aftur í Selfoss.
Dagný gæti verið á leið aftur í Selfoss.
Mynd: Fotbolti.net - Anna Þonn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Dagný Brynjarsdóttir, sem er lykilmaður í íslenska landsliðinu, gæti verið á heimleið, í Selfoss.

Selfoss spilar í Pepsi-deild kvenna, eru þar nýliðar og er þar í áttunda sæti með átta stig eftir níu leiki. Ljóst er að ef Dagný og getur spilað af fullum krafti þá yrði það rosaleg viðbót fyrir nýliðana.

Undanfarin tvö ár hefur Dagný leikið með Portland Thorns í Bandaríkjunum en samningur hennar þar er á enda.

Dagný spilaði með Selfossi 2014 og 2015 en hún hefur einnig leikið með Val og Bayern Munchen á ferli sínum.

Dagný eignaðist fyrsta barn sitt fyrir um mánuði síðan en hún hefur verið á fullu á æfingum á meðan hún var ólétt - hún fór meira að segja á æfingu sama dag og hún eignaðist barnið. Hún segir frá þessu í samtali við Morgunblaðið en þar greinir hún einnig frá því að hún sé að glíma við meiðsli.

„Ég æfði vel á meðan ég var barns­haf­andi og tók meira að segja æf­ingu dag­inn sem ég eignaðist barnið. Ég var svo mætt aft­ur á æf­ingu, fjór­um dög­um eft­ir barns­b­urð þannig að ég er í góðu formi," segir Dagný og bætir við að hún muni ekki snúa aftur á knattspyrnuvöllinn í sumar ef hún verður ekki 100%.

„Ég ætla mér ekki að taka neina áhættu með þetta," segir Dagný en meiðslin sem eru að hrjá hana eru í mjaðmagrind.

Mikilvægir landsleikir í september
Þegar Dagný segir að hún ætli ekki að taka neina áhættu er hún líklega að hugsa til landsleikja sem eru í september, mikilvægustu landsleikja í sögu kvennalandsliðsins.

Ísland mætir Þýskalandi og Tékklandi í september, en svo lengi sem stelpurnar tapa ekki gegn Þjóðverjum á Laugardalsvelli þá er möguleikinn að komast á HM í fyrsta sinn frábær.

Dagný vonast eflaust til þess að vera með í þessu verkefni.

Leikir í september:
1. september Ísland - Þýskaland (Laugardalsvöllur)
4. september Ísland - Tékkland (Laugardalsvöllur)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner