banner
   lau 14. júlí 2018 12:05
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Firmino fer ekki með Liverpool í æfingaferð
Roberto Firmino.
Roberto Firmino.
Mynd: Getty Images
Brasilíski sóknarmaðurinn Roberto Firmino mun ekki fara með Liverpool í æfingaferð til Bandaríkjanna.

Firmino er á leið í stutt sumarfrí eftir að hafa spilað með Brasilíu á Heimsmeistaramótinu í Rússlandi. Brasilía fór í 8-liða úrslit á mótinu og lauk keppni fyrir nokkrum dögum.

Firmino sleppur því við æfingaferð Liverpool til Bandaríkjanna og fær að hvíla sig aðeins.

Félagar Firmino í sóknarlínu Liverpool, Mohamed Salah og Sadio Mane fara með Liverpool í ferðina.

Firmino kemur í staðinn til móts við leikmannahóp Liverpool í æfingaferð í Frakklandi í lok mánaðarins.

Simon Mignolet, Trent Alexander-Arnold, Jordan Henderson og Dejan Lovren munu byrja að æfa með Liverpool viku síðar en Firmino en þessir leikmenn komust allir í undanúrslit HM og Lovren mun spila í úrslitaleiknum á morgun - Króatía gegn Frakklandi.

Við hverja spilar Liverpool í Bandaríkjunum?
Liverpool spilar sinn fyrsta leik í Bandaríkjunum 22. júlí gegn fyrrum félagi Jurgen Klopp - Borussia Dortmund.

Liverpool spilar einnig við Manchester City og Manchester United í Bandaríkjunum á International Champions Cup æfingamótinu. Liverpool spilar þá við Napoli í Írlandi 4. ágúst og gegn Torino á Anfield þann 7. ágúst næstkomandi.

Liverpool spilar við West Ham á heimavelli í sínum fyrsta leik í ensku úrvalsdeildinni þann 11. ágúst.
Athugasemdir
banner
banner
banner