Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 14. júlí 2018 10:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Higuain fyrir Morata? - Barca reynir við Kante
Powerade
Higuain í baráttu við Kára Árnason. Hann er orðaður við Chelsea.
Higuain í baráttu við Kára Árnason. Hann er orðaður við Chelsea.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
N'Golo Kante.
N'Golo Kante.
Mynd: Getty Images
Manchester United var mikið á eftir Perisic síðasta sumar. Hann er aftur orðaður við félagið í dag.
Manchester United var mikið á eftir Perisic síðasta sumar. Hann er aftur orðaður við félagið í dag.
Mynd: Getty Images
Dagurinn byrjaði með þeim fréttum að Maurizio Sarri væri tekinn við Chelsea. Það er mál sem hefur mikið verið slúðrað um síðustu daga. Skoðum hvað er í slúðrinu í dag. BBC tók saman nokkra góða mola.



Miðjumaðurinn Jorginho (26) verður fyrsti leikmaðurinn sem Sarri fær til Chelsea. Jorginho kemur frá Napoli en það er fyrrum félag Sarri. (Guardian)

Antonio Conte fannst það „ógeðslegt" hvernig hann var rekinn frá Chelsea. (Telegraph)

Barcelona vill fá franska landsliðsmiðjumanninn N'Golo Kante (27) frá Chelsea og er búið að senda Lundúnaliðinu tilboð í hann. Tilboðið er upp á pening og leikmann en leikmaðurinn sem Barcelona er tilbúið að henda með er miðjumaðurinn Andre Gomes (24). (Sky Sports)

Chelsea hefur rætt um að kaupa Gonzalo Higuain (30) frá Juventus og er tilbúið að senda Alvaro Morata (25) aftur til ítalska félagsins. (Mail)

Tottenham er að missa af Malcom (21), kantmanni Bordeaux í Frakklandi. Inter er líklegasta liðið til að fá hann og verður það á lánssamningi fyrst um sinn. (Times)

Leicester er tilbúið að bjóða enska landsliðsmiðverðinum Harry Maguire (25) nýjan samning. Ef hann skrifar undir fer hann úr 45 þúsund pundum á viku í 75 þúsund pund. Manchester United hefur áhuga á leikmanninum. (Mail)

Felipe Anderson (25) mun klára skipti sín frá Lazio til West Ham á næstu dögum. Hann fór í læknisskoðun hjá félaginu í gær. (London Evening Standard)

Paris Saint-Germain mun bjóða Neymar (26) betri samning til að koma í veg fyrir að Real Madrid geri tilboð í hann. (AS)

Unai Emery, stjóri Arsenal, segir að Þjóðverjinn Mesut Özil (29) sé mjög mikilvægur leikmaður. (Guardian)

Manchester United er í viðræðum um kaup á króatíska kantmanninum Ivan Perisic (29) frá Inter. (Paris United)

Það Newcastle kaupi Andros Townsend (26) aftur frá Crystal Palace veltur á því hvort Stoke nái að kaupa Matt Ritchie (28) frá Newcastle. (Newcastle Chronicle)

Matteo Darmian (28) gæti verið á leið aftur til Ítalíu frá Manchester United. Inter Milan og Juventus eru að reyna að fá hann á láni. (Mirror)

Brighton vill kaupa miðjumanninn Yves Bissouma (21) frá Lille í Frakklandi. Fulham er líka áhugasamt. (Argus)

Nígeríski miðjumaðurinn Wilfred Ndidi (21) segist aldrei hafa hugsað um að yfirgefa Leicester. Hann er að fá nýjan samning hjá félaginu. (Leicester Mercury)

Það að Watford hafi hafnað 20 milljón punda tilboði frá Everton í miðjumanninn Abdoulaye Doucoure (25) er ekki rétt. (Watford Observer)

Varnarmaðurinn Kyle Bartley (27) er á leið frá Swansea til West Brom fyrir 4 milljónir punda. (Express & Star)
Athugasemdir
banner
banner
banner