lau 14. júlí 2018 16:42
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kane: Viljum ekki bíða í önnur 20 ár
Mynd: Getty Images
„Þessi leikur sýndi það að það er pláss fyrir bætingu hjá okkur, við erum ekki fullskrifuð grein," sagði Harry Kane, fyrirliði Englands, eftir 2-0 tap gegn Belgíu í leiknum um bronsið á HM í dag.

England var að ná sínum besta árangri á HM frá 1990.

„Við erum enn að bæta okkur og eigum aðeins eftir að verða betri. Við viljum ekki bíða í önnur 20 ár að komast aftur í undanúrslit og í stóru leikina. Við verðum að bæta okkur, við verðum að verða betri og það mun koma með tímanum."

Það stefnir allt í að Kane verði markahæsti maður mótsins með sex mörk.

„Það sýnir að við áttum góða riðlakeppni og skoruðum fullt af mörkum. Auðvitað er ég vonsvikinn að ná ekki að skora í síðustu leikjum okkar. Stundum ganga hlutirnir upp fyrir þig, stundum ekki. Ef ég vinn þetta þá verð ég stoltur."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner