Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   lau 14. júlí 2018 23:00
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Martinez: Við ætluðum okkur að vinna mótið
Mynd: Getty Images
Belgía og England mættust í dag þar sem leikið var um bronsið á Heimsmeistaramótinu í Rússlandi sem lýkur á morgun með úrslitaleik Frakklands og Króatíu.

Belgía hafði betur gegn Englandi, 2-0. Roberto Martinez þjálfari Belgíu er gríðarlega stoltur af liðinu sínu en hann greindi frá því að eftir sigurinn á Brasilíu hafi allir verið ákveðnir í því að þeir ætluðu sér að vinna mótið.

„Við vildum vinna mótið, þegar maður vinnur Brasilíu og kemst inn í undanúrslitin þá kemst ekkert annað að í huganum en að stefna á að vinna mótið. En núna þegar maður lítur til baka og skoðar mótið þá get ég ekki annað en verið ánægður."

„Þessir leikmenn skrifuðu nýjan kafla í knattspyrnusögu Belgíu það er það sem skiptir máli, þeir eiga allir hrós skilið," sagði Roberto Martinez.
Athugasemdir
banner
banner