Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 14. júlí 2018 21:30
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Mourinho: Enska landsliðið á bjarta framtíð
Mourinho telur að enska landsliðið eigi bjarta framtíð.
Mourinho telur að enska landsliðið eigi bjarta framtíð.
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho knattspyrnustjóri Manchester United hrósaði enska landsliðinu og þjálfarateymi liðsins fyrir góðan árangur á HM í Rússlandi og segir liðið eiga bjarta framtíð.

„Það sem enska landsliðsins kemur með heim eftir þetta mót er björt framtíð," sagði Mourinho.

„Maður getur séð það greinilega hversu gott samband er á milli Gareth Southgate, Steve Holland og leikmannana."

„Nú verða þeir að byggja ofan á þennan árangur, yfirleit þegar lið ná ekki markmiðum sínum þá verða breytingar en ég held að það sé ekkert sem þeir þurfa að hugsa um þeir þurfa bara að halda áfram á sömu braut," sagði Mourinho sem er á leið með Manchester United í æfingaferð til Bandaríkjanna.


Athugasemdir
banner
banner
banner