Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 14. júlí 2018 20:27
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Norðurlöndin: Arnór Ingvi lagði upp í jafntefli - Elías Már á skotskónum
Elías Már skoraði í 2-0 sigri IFK Göteborg.
Elías Már skoraði í 2-0 sigri IFK Göteborg.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nokkrir Íslendingar léku fyrir félagslið sín í dag á Norðurlöndunum, í Svíþjóð og Danmörku.

Svíþjóð
Arnór Ingvi Traustason lagði upp mark Malmö í 1-1 jafntefli við Östersund en Malmö er í 7. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar.

Dalkurd og Trelleborg gerðu 2-2 jafntefli þar sem Óttar Magnús Karlsson kom inn á í lokin, Trelleborg lið Óttars er í 13. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar.

IFK Göteborg sigraði Örebro þar sem Elías Már Ólafsson gulltryggði sigur Göteborg undir lok leiksins, lokaniðurstaðan þar 2-0 sigur Gautaborgarliðsins. IFK Göteborg er í 11. sæti sænsku úrvalsdeildinnar.

Danmörk
Björn Daníel Sverrisson lék allan leikinn í liði AGF sem gerði markalaust jafntefli við Midtjylland í 1. umferð dönsku úrvalsdeildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner