Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 14. júlí 2018 15:35
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Táningurinn Mbappe fylgir í fótspor Pele á morgun
Búinn að vera frábær á HM.
Búinn að vera frábær á HM.
Mynd: Getty Images
Kylian Mbappe verður þriðji táningurinn í sögunni til að spila í úrslitaleik HM þegar Frakkland spilar við Króatíu á morgun.

Mbappe hefur verið einn besti maður mótsins í Rússlandi og ef Frakkland vinnur á morgun er hann líklegur til þess að verða valinn besti leikmaður mótsins.

Mbappe verður í byrjunarliði Frakklands á morgun, það er alveg ljóst og þegar hann stígur út á völlinn mun hann fylgja í fótspor Pele sem var fyrsti táningurinn til að spila í úrslitaleik HM með Brasilíu árið 1958. Pele, sem var 17 ára, fór fyrir liði Brasilíu sem vann Svíþjóð örugglega í úrslitaleiknum.

Pele var eini táningurinn sem hafði spilað í úrslitaleiknum þangað til 1982 Giuseppe Bergomi spilaði með Ítalíu gegn Vestur-Þýskalandi í Madríd. Bergomi, sem var þá 18 ára, spilaði allan leikinn þegar Ítalía vann sinn þriðja Heimsmeistaratitil.

Mun hinn 19 ára gamli Mbappe hjálpa Frakklandi að vinna sinn annan Heimsmeistaratitil á morgun?
Athugasemdir
banner
banner
banner