þri 14. júlí 2020 11:00
Elvar Geir Magnússon
Lið 6. umferðar - Þrír leikmenn Fylkis
Arnór Gauti Jónsson.
Arnór Gauti Jónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Stefán Árni Geirsson.
Stefán Árni Geirsson.
Mynd: Hulda Margrét
Fylkismenn unnu fjórða Pepsi Max-deildarleik sinn í röð þegar þeir fóru í Kaplakrika og sóttu 2-1 útisigur. Árbæingar eiga þrjá leikmenn í úrvalsliði umferðarinnar.

Aron Snær Friðriksson stendur í rammanum, Arnór Gauti Jónsson hefur leikið vel sem varnartengiliður og svo er Þórður Gunnar Hafþórsson, sem skoraði fyrra mark Árbæjarliðsins í gær, einnig í liðinu.



KR-ingar voru frábærir í 3-1 sigri í stórleik gegn Breiðabliki. Stefán Árni Geirsson átti þrusuflottan leik og kom KR á bragðið og Pablo Punyed var valinn maður leiksins. Þá er Rúnar Kristinsson þjálfari umferðarinnar.

Viktor Örlygur Andrason skoraði í 2-0 útisigri Víkings gegn HK og spilaði svo sem miðvörður þegar Halldór Smári Sigurðsson fór meiddur af velli. Hann var valinn maður leiksins. Kári Árnason er einnig í úrvalsliðinu.

Stefán Teitur Þórðarson og Viktor Jónsson halda áfram á flugi en ÍA rúllaði yfir Gróttu 4-0. Rodrigo Mateo var valinn maður leiksins í 1-1 jafntefli KA gegn Fjölni og Sebastian Hedlund, varnarmaður Vals, er einnig í úrvalsliðinu en Valur og Stjarnan gerðu markalaust jafntefli.

Sjá einnig:
Lið 5. umferðar
Lið 4. umferðar
Lið 3. umferðar
Lið 2. umferðar
Lið 1. umferðar
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner