Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
banner
   þri 14. júlí 2020 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Buendia vekur áhuga hjá stórum félögum
Buendia með aðdáendum.
Buendia með aðdáendum.
Mynd: Getty Images
Argentínumaðurinn Emiliano Buendia kveðst vera ánægður hjá Norwich, en Atletico Madrid er á meðal félaga sem sýnt hafa honum áhuga.

Norwich er fallið úr ensku úrvalsdeildinni og verður í Championship-deildinni á næstu leiktíð.

Buendia, sem er 23 ára gamall sóknarsinnaður miðjumaður, hefur aðeins skorað eitt mark í 37 leikjum á tímabilinu en hann hefur oft á tíðum sýnt fína takta.

Valencia hefur líka áhuga á honum en í samtali við Sky Sports segist Buendia einbeittur á það að klára tímabilið með Norwich.

Hann sagði jafnframt: „Allir hafa hjálpað mér síðan ég kom hingað. Ég er með samning hérna og ég vona að félagið, liðið og stuðningsmennirnir komist aftur í ensku úrvalsdeildina eins fljótt og mögulegt er."

Buendia verður í eldlínunni í kvöld þegar Norwich heimsækir Chelsea.
Athugasemdir
banner
banner
banner