Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 14. júlí 2020 12:15
Magnús Már Einarsson
Er markametið í hættu?
Patrick Pedersen fagnar marki.
Patrick Pedersen fagnar marki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mikið hefur verið skorað í Peps Max-deildinni í byrjun sumars og margir leikmenn hafa verið reglulega á skotskónum.

Eftir sex umferðir eru fjórir leikmenn með eitt mark að meðaltali í leik.

Markametið í efstu deild er 19 mörk en Andri Rúnar Bjarnason jafnaði það með Grindavík árið 2017. Auk hans hafa Guðmundur Torfason, Pétur Pétursson, Þórður Guðjónsson og Tryggvi Guðmundsson skorað 19 mörk á einu tímabili í efstu deild.

Ef framherjar deildarinnar halda áfram á sömu braut þá gæti markametið verið slegið á þessu tímabili.

„Ég er jákvæður og bjartsýnn á að markametið sé í hættu," sagði Atli Viðar Björnsson, fyrrum framherji FH, á Stöð 2 Sport í gærkvöldi.

Markahæstu menn deildarinnar
Patrick Pedersen (Valur) - 6 mörk í 6 leikjum
Thomas Mikkelsen (Breiaðblik) - 6 mörk í 6 leikjum
Óttar Magnús Karlsson (Víkingur R.) - 6 mörk í 6 leikjum
Steven Lennon (FH) - 5 mörk í 5 leikjum
Valdimar Þór Ingimundarson (Fylkir) - 5 mörk í 6 leikjum
Athugasemdir
banner
banner