mið 14. ágúst 2019 23:19
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
4. deild: Ýmir með góðan sigur - Dramatík er Úlfarnir unnu KB
Hörður Magnússon í leik með HK um árið.
Hörður Magnússon í leik með HK um árið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það voru tveir leikir í 4. deild karla í kvöld. Annar leikurinn var í A-riðli og hinn leikurinn í B-riðli.

Í A-riðlinum vann Ýmir 4-2 sigur gegn Mídas þar sem hinn reynslumikli Hörður Magnússon skoraði tvisvar fyrir Ými. Þessi fyrrum leikmaður HK er kominn með átta mörk í 13 leikjum í sumar.

Ýmir styrkti stöðu sína í öðru sæti riðilsins með sigrinum, eru með 28 stig. Mídas er með níu stig í sjöunda sæti af átta liðum.

Í B-riðlinum tryggðu Úlfarnir sér sigur á Knattspyrnufélagið Breiðholts með marki í uppbótartíma. Samkvæmt úrslit.net hafði KB komið til baka eftir að hafa lent 2-0 undir, en Úlfarnir skoruðu sigurmarkið í uppbótaríma. Lokatölur 3-2.

Úlfarnir eru með 21 stig í fjórða sæti. KB er í fimmta sæti með 16 stig, en bæði lið eiga einn leik eftir í riðlinum, eins og Ýmir og Mídas í A-riðli.

A-riðill
Mídas 2 - 4 Ýmir
0-1 Símon Pétur Ágústsson ('19)
0-2 Hörður Magnússon ('56)
1-2 Jón Kristófer Stefán Jónsson ('63, víti)
1-3 Hörður Magnússon ('67)
1-4 Eiður Gauti Sæbjörnsson ('81)
2-4 Björn Már Ólafsson ('88)

B-riðill
KB 2 - 3 Úlfarnir
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner