Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   mið 14. ágúst 2019 15:00
Magnús Már Einarsson
Fjolla byrjuð að spila aftur með Breiðabliki
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fjolla Shala, leikmaður Breiðabliks, sneri aftur eftir langa fjarveru þegar liðið sigraði SFK 2000 Sarajevo 3-1 í Meistaradeildinni í gær.

Fjolla hefur verið frá keppni síðan í byrjun maí vegna meiðsla en hún náði einungis tveimur fyrstu leikjum sumarsins í Pepsi Max-deildinni áður en hún meiddist.

Breiðablik tryggði sér farseðilinn í 32-liða úrslit Meistaradeildarinnar með sigrinum í gær.

Framundan er barátta við Val um Íslandsmeistaratitilinn en tvö stig skilja liðin að þegar fimm umferðir eru eftir.

Breiðablik og Valur mætast í næstsíðustu umferð deildarinnar á Kópavogsvelli.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner