Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 14. ágúst 2019 22:42
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Klopp: Urðum að berjast og það gerðu strákarnir
Mynd: Getty Images
„Þetta var mjög erfiður leikur fyrir bæði lið," sagði Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, eftir sigurinn á Chelsea í Istanbúl í kvöld.

Liverpool, sigurvegarar Meistaradeildarinnar á síðustu leiktíð, og Chelsea, sigurvegarar Evrópudeildarinnar, mættust í leiknum um Ofurbikar Evrópu í kvöld

Staðan var 2-2 að lokinni framlengingu og því var það vítaspyrnukeppni sem réði úrslitum. Þar var það spænski markvörðurinn Adrian sem var hetjan.

„Þetta snerist allt um sigur og við náðum honum á endanum. Enginn á vellinum vildi framlengingu, það gerði út af við menn."

„Við getum talað um fótbolta en það er orðið of seint til þess núna. Við urðum að berjast og það gerðu strákarnir."

Um Adrian sagði Klopp: „Þvílík saga. Hann er hávær í búningsklefanum nú þegar. Ég held að hann hafi ekki unnið mikið á ferlinum og þetta er gott fyrir hann."

Sjá einnig:
Myndband: Klopp minnti á Rocky eftir leik og tók gott öskur
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner