Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 14. ágúst 2019 08:40
Magnús Már Einarsson
Tólf í leikbann í Pepsi Max-deildinni - Fimm í banni í sama leik
Thomas Mikkelsen er í banni gegn Val.
Thomas Mikkelsen er í banni gegn Val.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Samtals verða ellefu leikmenn í Pepsi Max-deildinni í leikbanni í 14. umferðinni um næstu helgi eftir að hafa verið dæmdir í bann á fundi aga- og úrskurðarnefndar í gær.

Fimm leikmenn verða í banni þegar Stjarnan fær ÍA í heimsókn á sunnudaginn. Albert Hafsteinsson, Óttar Bjarni Guðmundsson og Sindri Snær Magnússon verða í banni hjá ÍA en Stjarnan verður án miðvarðanna Daníel Laxdal og Martin Rauschenberg í þeim leik.

Breiðablik verður án Thomas Mikkelsen og Elfars Freys Helgasonar í stórleik gegn Val.

Geoffrey Castillion verður í banni þegar Fylki mætir FH en hann er í láni frá síðarnefnda félaginu.

Í leikbanni í 17. umferð
Elfar Freyr Helgason (Breiðablik) - Í banni gegn Val
Thomas Mikkelsen (Breiðablik) - Í banni gegn Val
Davíð Þór Viðarsson (FH) - Í banni gegn Fylki
Geoffrey Castillion (Fylkir) - Í banni gegn FH
Rodrigo Gomes Mateo (Grindavík) - Í banni gegn HK
Albert Hafsteinsson (ÍA) - Í banni gegn Stjörnunni
Óttar Bjarni Guðmundsson (ÍA) - Í banni gegn Stjörnunni
Sindri Snær Magnússon (ÍA) - Í banni gegn Stjörnunni
Daníel Laxdal (Stjarnan) - Í banni gegn ÍA
Martin Rauschenberg (Stjarnan) - Í banni gegn ÍA
Sölvi Geir Ottesen Jónsson (Víkingur R.) - Í banni gegn KR

Mundu að gera breytingar í Draumaliðsdeild Eyjabita
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner