Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   sun 14. ágúst 2022 08:20
Ívan Guðjón Baldursson
Juventus nálægt samkomulagi við Memphis Depay
Memphis Depay og Steven Bergwijn.
Memphis Depay og Steven Bergwijn.
Mynd: EPA

Juventus leiðir kapphlaupið um hollensku stórstjörnuna Memphis Depay sem getur skipt um félag á frjálsri sölu þrátt fyrir að eiga ár eftir af samningi sínum við Barcelona.


Spænska stórveldið vill losna við Memphis af launaskrá og eru mörg félög áhugasöm um að tryggja sér þjónustu hans. Framherjinn ætlar þó ekki að yfirgefa Barcelona fyrr en hann hefur samþykkt samning hjá öðru félagi.

Memphis hefur verið í viðræðum við félagið undanfarnar vikur til að semja um starfslok og greinir Fabrizio Romano frá því að hann sé við það að samþykkja samningstilboð frá Juventus. Hann er nálægt því að gefa munnlegt samþykki fyrir bæði samningslengdinni og launapakkanum.

Félög úr ensku úrvalsdeildinni hafa verið orðuð við Memphis sem er 28 ára gamall og með 42 mörk í 80 landsleikjum með Hollandi.

Hann skoraði 12 mörk í 27 deildarleikjum með Barcelona en tókst þó aðeins að gera eitt mark í öðrum keppnum.


Athugasemdir
banner
banner
banner