Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 14. september 2018 15:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Arnar Sveinn spáir í 21. umferð í Inkasso-deildinni
Arnar Sveinn Geirsson.
Arnar Sveinn Geirsson.
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
HK og ÍA eru svo gott sem komin í Pepsi-deildina. Ef spá Arnars rætist þá tryggja bæði lið sig upp í Pepsi.
HK og ÍA eru svo gott sem komin í Pepsi-deildina. Ef spá Arnars rætist þá tryggja bæði lið sig upp í Pepsi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það eru tvær umferðir eftir af Inkasso-ástríðunni. Arnar Sveinn Geirsson, leikmaður Vals, tók það verkefni að sér að spá í 21. umferðina.

Öll 21. umferðin fer fram á morgun, laugardag, klukkan 14:00.



Magni 2 - 1 Fram
Magni hefur átt erfitt uppdráttar og ekki unnið leik síðan í byrjun ágúst. Þeir eru með bakið upp við vegg á meðan Fram siglir lygnan sjó. Magnaðir Magnamenn munu kreista fram þrjú mikilvæg stig með 2-1 sigri gegn Fram.

Selfoss 0 - 2 ÍA
Tímabilið hjá Selfossi hefur verið erfitt og því miður held ég að þar verði engin breyting á. Þetta endanlega fór hjá þeim þegar þeir gerðu ekki allt sem í sínu valdi stóð til þess að sannfæra Hafþór Þrastarson um að klára tímabilið. ÍA liðið virkilega sterkt og munu Einar Logi og Hallur Flosa sjá til þess að stigin þrjú fara upp á Skipaskaga.

Víkingur Ó. 3 - 1 Njarðvík
Ólsarar eru hrikalega sterkir heima og með nýja teppið verður þetta aldrei spurning. Mínir menn munu gera lokaatlögu að Pepsi sæti og vinna öruggan 3-1 sigur. Ef þeir vilja hreint lak þurfa þeir að ná í Einar Hjörleifsson út á sjó og planta honum á milli stanganna.

Þróttur R. 1 - 1 Þór
Þrótti gengið illa síðustu vikurnar og tapað síðustu tveimur leikjum sínum á meðan Þór vann góðan sigur í síðustu umferð. Það er þó áhyggjuefni fyrir Þórsara að Gísli Páll fór meiddur útaf í byrjun september og óvíst er með þátttöku hans í þessum leik og gæti það spilað mikið inn í úrslit þessa leiks. Ég segi að þetta verði 1-1 jafntefli sem bæði lið munu að lokum sætta sig við.

Leiknir R. 2 - 2 Haukar
Það verður boðið upp á markasúpu í Breiðholtinu. Leiknismenn hafa verið á fínu skriði og unnið síðustu tvo leiki en Haukarnir vilja endanlega tryggja sæti sitt í Inkasso. Bæði lið fara í leikinn til þess að vinna hann, en munu á endanum taka eitt stig hvort í miklum markaleik.

HK 2 - 1 ÍR
HK í Kórnum er ekki endilega það sem þú vilt þurfa að takast á við í bullandi fallbaráttu, en það er raunveruleiki sem ÍR þarf að díla við. ÍR mun gefa allt í þetta, en því miður mun það ekki duga gegn ógnarsterku liði HK sem ætlar sér að vinna þessa Inkasso deild. Ég get ekki sagt að það muni koma mér á óvart ef að Máni Austmann skori bæði mörkin, eftir frábært mark í síðustu umferð.

Björgvin Stefánsson (4 réttir)
Emil Pálsson (4 réttir)
Hilmar Árni Halldórsson (4 réttir)
Oliver Sigurjónsson (4 réttir)
Pálmi Rafn Pálmason (4 réttir)
Ásgeir Sigurgeirsson (3 réttir)
Baldur Sigurðsson (3 réttir)
Bergsveinn Ólafsson (3 réttir)
Davíð Örn Atlason (3 réttir)
Guðjón Pétur Lýðsson (3 réttir)
Gunnar Þorteinsson (3 réttir)
Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson (3 réttir)
Þórarinn Ingi Valdimarsson (3 réttir)
Alexandra Jóhannsdóttir (2 réttir)
Arna Sif Ásgrímsdóttir (2 réttir)
Gunnar Helgason (2 réttir)
Málfríður Erna Sigurðardóttir (2 réttir)
Ragnar Bragi Sveinsson (2 réttir)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner