Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 14. september 2018 18:00
Magnús Már Einarsson
Baldur Sig: Þetta var mjög þungt högg
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Baldur Sigurðsson, fyrirliði Stjörnunnar, segist vera 100% klár í slaginn fyrir bikarúrslitaleikinn gegn Breiðabliki á morgun. Baldur varð að fara af velli í toppslag Pepsi-deildarinnar gegn Val á dögunum eftir að Birkir Már Sævarsson þrumaði boltanum í andlitið á honum.

„Ég missti ekki meðvitund og man eftir þessu. Þess vegna sat þetta högg aðeins í mér," sagði Baldur við Fótbolta.net í gær.

„Ég hef rotast oftar en einu sinni og oftar en tvisvar þar sem ég hef skallað saman við aðra leikmenn. Það er reyndar fyrir svolítið mörgum árum síðan og þá var vakningin ekki orðin jafnmikil. Það eina í stöðunni þarna var að taka mig út af. Þetta var mjög þungt högg."

„Eins og þetta er í dag, og þetta á að vera, þá er þessu tekið alvarlega. Ég var tekinn út af í leiknum og gefinn tími til að jafna mig. Ég var skoðaður frá degi til dags. Ég var klár í Fjölnisleikinn (sunnudaginn 2. september) en það var ákveðið samt að hafa mig á bekknum þar. Það er frábært að menn séu vel vakandi fyrir þessu. Þetta er ekki neitt gamanmál. Það hafa ekki verið nein eftirköst af þessu og ég er klár í slaginn."

Hér má horfa á viðtalið við Baldur í heild sinni.
Baldur Sig: Þeir verða mjög einbeittir í að hefna fyrir þessi töp
Athugasemdir
banner
banner
banner