Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 14. september 2018 21:30
Ívan Guðjón Baldursson
Belgía: Ari kom við sögu í svekkjandi tapi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Club Brugge 2 - 1 Lokeren
0-1 D. Jovanovic ('8)
1-1 B. Poulain ('61)
2-1 J. Vossen ('98, víti)

Lokeren hefur farið gífurlega illa af stað í belgíska boltanum og hefur Ari Freyr Skúlason verið að fá lítinn spilatíma.

Lokeren heimsótti topplið Club Brugge í dag og komst óvænt yfir snemma leiks.

Lokeren hélt forystunni þar til í síðari hálfleik þegar Benoit Poulain jafnaði fyrir heimamenn.

Ari Freyr kom inn á 82. mínútu í tilraun til að þétta lið gestanna sem gekk þokkalega, ef ekki fyrir vítaspyrnu sem Jelle Vossen skoraði úr á 98. mínútu, átta mínútum framyfir venjulegan leiktíma.

Ari og félagar eru aðeins með fjögur stig eftir sjö umferðir og þurfa sigur gegn botnliði Mouscron í næsta leik.
Athugasemdir
banner
banner
banner