fös 14. september 2018 12:00
Magnús Már Einarsson
Byrjunarliði West Ham lekið á Twitter 60 leiki í röð
Pellegrini er ekki sáttur við lekann.
Pellegrini er ekki sáttur við lekann.
Mynd: Getty Images
Manuel Pellegrini, stjóri West Ham, er afar ósáttur við að byrjunarliði liðsins sé alltaf lekið á Twitter, meira segja áður en leikmenn fá að vita það.

Leikmenn West Ham fá að vita byrjunarliðið fjórum klukkutímum fyrir leik en þá er yfirleitt búið að birta liðið á Twitter aðgang sem heitir ExWHUemployee.

Ljóst er að lekinn kemur frá einhverjum starfsmanni West Ham og Pellegrini hefur nú fyrirskipað rannsókn til að komast til botns í málinu.

Samkvæmt frétt The Times hefur byrjunarlið West Ham birst löngu fyrir leik á umræddum Twitter aðgangi í 60 leikjum í röð!

Hamrarnir eru í basli í ensku úrvalsdeildinni en þeir hafa tapað öllum leikjum sínum á timabilinu. Næsti leikur er gegn Everton á útivelli á sunnudaginn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner