Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 14. september 2018 17:00
Magnús Már Einarsson
Everton gæti fengið þunga refsingu fyrir ólöglegar viðræður við Silva
Marco Silva.
Marco Silva.
Mynd: Getty Images
Everton gæti átt þunga refsingu yfir höfði sér fyrir að hafa rætt ólöglega við Marco Silva þegar hann var stjóri Watford.

Silva var ráðinn stjóri Everton í sumar en seint á síðasta ári var félagið sakað um að hafa rætt ólöglega við hann.

Silva var þá stjóri Watford en Everton var á sama tíma í stjóraleit. Sam Allardyce tók á endanum við Everton en allt fór í vaskinn hjá Silva með Watford og hann var rekinn frá félaginu í byrjun árs.

Enska úrvalsdeildin hefur ráðið sérstakt teymi til að rannsaka hvort að Silva hafi rætt ólöglega við Everton en teymið fær meðal annars aðgang að símtölum, smáskilaboðum og tölvupóstsamskiptum Silva.

Ef í ljós kemur að Everton hafi brotið reglur er ljóst að félagið gæti fengið þunga sekt eða jafnvel misst stig í ensku úrvalsdeildinni.
Athugasemdir
banner
banner