Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   fös 14. september 2018 18:51
Ívan Guðjón Baldursson
Höskuldur fékk hálftíma í jafntefli - Qarabag í öðru sæti
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Höskuldur Gunnlaugsson fékk að spila síðustu 30 mínúturnar er Halmstad gerði jafntefli við fallbaráttulið Varberg á heimavelli.

Gestirnir voru betri í leiknum en heimamenn, sem eru í baráttu um að komast upp í efstu deild sænska boltans, komust yfir rétt fyrir leikhlé.

Höskuldur kom inn eftir leikhlé en tæpum stundarfjórðungi síðar skoruðu gestirnir verðskuldað jöfnunarmark.

Meira var þó ekki skorað og er Halmstad í fjórða sæti, fjórum stigum frá umspilssæti í efstu deild.

Hannes Þór Halldórsson og félagar í Qarabag höfðu þá betur gegn SumQayit í Aserbaídsjan með einu marki gegn engu.

Qarabag er ásamt Neftci á toppnum, með sjö stig eftir þrjár umferðir. Liðin gerðu jafntefli innbyrðis í síðustu umferð.

Halmstad 1 - 1 Varberg
1-0 J. Oremo ( '45)
1-1 P. Begaj ('75)

Qarabag 1 - 0 SumQayit
1-0 F. Ozobic ('21, víti)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner