fös 14. september 2018 05:55
Ingólfur Páll Ingólfsson
Ísland í dag - Hverjar falla úr Inkasso kvenna?
Fylkir þarf sigur til þess að tryggja sér 1. sætið í Inkasso deild kvenna.
Fylkir þarf sigur til þess að tryggja sér 1. sætið í Inkasso deild kvenna.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Síðasta umferðin fer fram í dag í Inkasso deild kvenna þar sem kemur í ljós hverjir standa uppi sem sigurvegarar auk þess hvaða lið það eru sem munu spila í 2. deild kvenna næsta sumar

Fylkir og Keflavík eiga bæði möguleika á að vinna Inkasso deild kvenna í sumar en Fylkir er í lykilstöðu fyrir lokaumferðina og tryggja sér titilinn með sigri á Fjölni. Á sama tíma mætir Keflavík liði Hauka og þarf að treysta á að toppliðið misstígi sig.

Baráttan er hörð á hinum enda töflunnar þar sem Afturelding/Fram og Hamrarnir berjast um að halda sér í deildinni. Afturelding/Fram spilar gegn botnliði Sindra þar sem eitt stig dugar líklega til þess að halda sér í deildinni. Hamrarnir spila gegn ÍA á sama tíma.

föstudagur 14. september

Inkasso deild kvenna
17:15 Fylkir-Fjölnir (Floridana völlurinn)
18:00 Afturelding/Fram-Sindri (Varmárvöllur)
18:00 Haukar-Keflavík (Ásvellir)
18:00 ÍR-Þróttur R. (Hertz völlurinn)
18:00 Hamrarnir-ÍA (Boginn)
Athugasemdir
banner
banner
banner