fös 14. september 2018 08:30
Ingólfur Páll Ingólfsson
Jokanovic hafnar samanburði við Guardiola
Jokanovic hefur sínar áherslur en er hrifinn af Guardiola.
Jokanovic hefur sínar áherslur en er hrifinn af Guardiola.
Mynd: Getty Images
Fulham hefur verið borið saman við Manchester City vegna leikstíls beggja liða en Slavisa Jokanovic segir að hann sé ekki að herma eftir Pep Guardiola.

Eftir töp í fyrstu tveimur leikjum tímabilsins tókst Fulham að snúa genginu við og sigra Burnley auk þess sem liðið gerði jafntefli gegn Brighton.

Fulham á erfiðan leik fyrir höndum á laugardaginn þegar þeir kíkja í heimsókn á Etihad leikvanginn og mæta núverandi Englandsmeisturum. Fulham hefur verið líkt við City þar sem bæði lið leggja áherslu á það að halda boltanum innan liðsins. Jokanovic, stjóri Fulham er hinsvegar ekki sammála þeim samanburði.

Ég nota ekki hans stíl, ég nota minn stíl og mína leikmenn. Við getum ekki borið það saman, hann er einn sigursælasti stjórinn, hann sýndi svipaðan stíl og það er hægt að spila eins og hans lið gerir í þessari keppni. Hann fær allt hrósið, hann tók mikilvægt skref fyrir þennan leikstíl,” sagði Jokanovic.

En að herma er slæmt og ekki auðvelt að ná því stigi sem þeir sýna að sé hægt. Við reynum að finna okkar leið og aðlagast og túlka hvað við getum gert til þess að eiga möguleika á því að vinna leikinn.”
Athugasemdir
banner
banner
banner